Lögmannstofa og fasteignasala Vestmannaeyja

Í byrjun árs 2000 stofnuðu þeir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason báðir hæstaréttarlögmenn og löggiltir fasteignasalar saman fyrirtækið Lögmannsstofa Vestmannaeyja og Fasteignasölu Vestmannaeyja sem þeir hafa rekið saman síðan. Fasteignasöluna á tíma í samstarfi við Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur. Jóhann hafði þá áður verið í sama rekstri í tæp 10 ár. Jóhann á því nær 35 […]
Fengu á þriðja hundrað fyrirspurna í fyrra

Fjallað var um fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð ráðsins segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024. Þá er þess getið að allar fyrirspurnirnar að tveimur undanskildum hafi borist frá einum og […]
ÍBV mætir ÍR

20. umferð Olísdeildar karla hest í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti ÍR. Eyjaliðið um miðja deild með 20 stig en ÍR er í næst neðsta sætinu með 10 stig. Flautað er til leiks klukkan 13.30 í Eyjum í dag og segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV að góður […]
Ólafur Jóhann nýr formaður Rauða krossins í Eyjum

Í gær var haldinn aðalfundur Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Sigurður Ingi Ingason sem hefur gegnt formennsku félagsins undanfarin ár lét af störfum formanns og tekur Ólafur Jóhann Borgþórsson við sem formaður. Sigurður mun áfram eiga sæti í stjórn. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að fundurinn hafi gengið venju samkvæmt. „Venjuleg aðalfundarstörf, formaður fór yfir skýrslu […]
Viðlagafjara í dag

Framkvæmdir eru í fullum gangi í Viðlagafjöru þar sem unnið er að byggingu laxeldis. Greint var frá því seinni partinn í síðasta mánuði að fyrsti áfangi væri á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Það má því segja að það sé í mörg horn að líta í þessari stóru […]
Of grunnt fyrir Herjólf í Landeyjahöfn

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn fyrr í dag og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er dýpið í Landeyjahöfn því miður ekki nógu gott. Sanddæluskipið Álfsnes er á leiðinni á svæðið og mun dýpkun hefjast í kvöld. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Jafnframt er þess getið að staðan verði tekin […]
Brjóstagjafabókin: Handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla

Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur gaf nýverið út ásamt kollegum sínum bókina, Brjóstagjafabókin sem er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla sem vilja styðja við konur í brjóstagjöf. Veitir m.a. annars leiðbeiningar um hvernig best sé að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf og praktísk ráð fyrir fyrstu dagana. Einnig er fjallað ítarlega […]
Hlýtur að fara að lagast

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 45 tonnum í Vestmannaeyjum í gær að loknum stuttum túr. Helmingur aflans var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og ufsa í aflanum. Egill Guðni Guðnason skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi verið erfiður túr. „Þetta var einungis tveggja sólarhringa túr en hann var erfiður, veðrið […]
Sigurður Smári til Laxey

Búið er að ráða Sigurð Smára Benónýsson til starfa hjá Laxey. Frá þessu er greint á facebook-síðu fiskeldisfyrirtækisins. Sigurður er með sveins- og meistarabréf í húsasmíði og lauk námi í byggingafræði frá Vitus Bering í Horsens, Danmörku. Frá árinu 2007 hefur hann einnig verið löggildur mannvirkjahönnuður. Sigurður hefur áralanga reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. […]
Fóru yfir heilbrigðismálin í Eyjum með ráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum þann í janúar að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fara yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Sá fundur var sl. mánudag í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir mönnun grunnþjónustu HSU í Vestmannaeyjum og stöðu starfsstöðvarinnar almennt. Staða sjúkraflugs og sjúkraþyrlu var rædd og hvort fyrirsjáanlegar breytingar væru […]