Sýn Jóa á Hólnum á gosið 1973

DSC 8750

Eitt af atriðunum þegar Fréttapýramídarnir voru afhentir í Eldheimum sl. föstudag var upplestur Magnúsar R. Einarssonar, útvarpsmanns, tónlistarmanns og sambýlismanns Kristínar Jóhannsdóttur, safnstjórna Eldheima. Þar las Magnús upp athyglisverða upprifjun föður Kristínar, Jóhanns Friðfinnssonar, Jóa á Hólnum um Heimaeyjargosið 1973 sem hann setti saman úti í Hamborg tæpum 30 árum síðar. Upphaf jarðelda á Heimaey, […]

Spáð í spilin fyrir HM karla í handbotla

HM karla í handbolta hefst formlega í dag með leik Frakklandi gegn Katar í Herning í Danmörku. Ísland spilar sinn fyrsta leik á fimmtudaginn n.k. gegn Grænhöfðaeyjum og fer leikurinn fram í Króatíu, en landsmenn bíða spenntir eftir því að sjá strákana mæta til leiks. Við hjá Eyjafréttum tókum púlsinn á stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í […]

Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]

Reyna Landeyjahafnar-siglingu síðdegis

24 DSC 4724

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (áður kl 17:00). Ef það gengur eftir er brottför klukkan 20:15 frá Landeyjahöfn. Annars er brottför kl. 19:45 frá Þorlákshöfn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.  Þá segir að gefin verði út tilkynning á miðlum skipafélagsins um kl 17:00 hvert Herjólfur sigldi. (meira…)

ÍBV fær varnarmann á láni

Knattspyrnumaðurinn Birgir Ómar Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi út keppnistímabilið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þór þar sem hann hefur leikið 89 leiki, langflesta í Lengjudeildinni. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Birgir sé 23 ára bakvörður sem er uppalinn hjá Þór og hefur leikið þar allan sinn feril, […]

Metfjöldi útkalla hjá þyrlusveit Gæslunnar

IMG_1036_þyrla_lagf_25

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2024. Alls var sveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. Af útköllunum 334 voru 135 farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi. Ríflega helmingur útkallanna voru vegna sjúkraflutninga eða um 183 útköll. Sjúkraflutningum á landi og sjó fjölgaði um […]

Heimild veitt fyrir allt að 20 borholum

Haugasvaedi 20250113 105005

Vestmannaeyjahöfn hefur verið veitt heimild til framkvæmdar á allt að 20 borholum vegna jarðvegs-rannsókna innan svæðis á Helgafellshrauni sunnan Eldfells og oft kennt við Haugasvæði. Með grjótleitinni er vonast til að hægt verði að finna álitlegt berg sem hægt verði að nýta til hafnarframkvæmda og er hugmyndin er að nýta það til uppfyllingar á Eiðinu. […]

Grettir nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins

Nýsköpun í uppsjávariðnaði fær sérstakan sess með tilkomu Grettis Jóhannessonar sem nýverið tók við nýju starfi hjá Félagi uppsjávariðnaðarins (FU) og Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞVS) sem nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins. „Ég hef aðstöðu í ÞVS þar sem mér hefur verið afar vel tekið,“ sagði Grettir, sem hefur hafið vinnu og er að skoða lista af hugmyndum með mögulegum tækifærum. […]

Óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

Skolal Hamarssk 0921

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]

Filipa ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Vestmannaeyjum

„Filipa Isabel Samarra hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Starf forstöðumanns rannsóknasetursins var auglýst í október sl. og gerð krafa um menntun í sjávarlíffræði, gjarnan með áherslu á hvali og önnur sjávarspendýr. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Filipa Samarra ráðin forstöðumaður frá 1. janúar. Setrið í Vestmannaeyjum er eitt tólf rannsóknasetra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.