Ferðast um eyjuna í fallegu veðri

Það var fallegt um að litast Í Vestmannaeyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar frá því fyrr í dag. Halldór fór vítt og breytt um bæinn og eins sýnir hann okkur eyjuna úr lofti. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Aðalinngangur Íþróttamiðstöðvar lokaður tímabundið

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Íþróttamiðstöð lokar aðalinngangur frá og með 9. janúar. Áætlað er að hefja framkvæmdir nýbyggingar við norðurhlið íþróttasals í þessari viku, þarf því að loka aðalinngangi íþróttamiðstöðvar tímabundið. Allir gestir þurfa að notast við inngang austur hlið hússins (við gamla sal). Verið er að vinna að bættri lýsingu bæði á bílaplani austan […]
Helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska að haustlagi

Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 27. september-29. október 2024. Í ár tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í verkefninu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200 Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og þær bornar saman við fyrri ár. Verkefnið hefur verið […]
Byrja árið á fullfermi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn sl. mánudag og í kjölfar hans kom Vestmannaey VE einnig með fullfermi og landaði í gær. Afli skipanna var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnnar í dag. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að rólegt hefði verið framan af túrnum. „Við […]
Safnahúsið er menningartorg Vestmannaeyja

Gígja Óskarsdóttir tók við stöðu safnstjóra Sagnheima 1. janúar 2024. Gígja er þjóðfræðingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Gígja útskrifaðist með BA-gráðu í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og fjallaði lokaritgerð hennar um sögu lundaveiða í Vestmannaeyjum. „Ég reyndi að hafa námið í þjóðfræðinni sem fjölbreyttast. Tók m.a. kúrs í afbrotafræði og tók […]
Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]
Hvað sögðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrir kosningar?

Fyrir þingkosningarnar sendu Eyjafréttir út fyrirspurn til allra framboða um hvort viðkomandi flokkur hyggist beita sér fyrir því að tryggja fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga. Nú þegar búið er að mynda nýja ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða nánar hvað ríkisstjórnarflokkarnir sögðu um málið. Já, já og já Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar […]
Einar Hlöðver – Vestmannaeyjar 2050

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum […]
Farþegum fækkaði en farartækjum fjölgaði

Farþegafjöldi Herjólfs dróst saman um 0,6% milli áranna 2023 og 2024. Á síðastliðnu ári voru farþegar 428.390 en árið áður voru þeir 431.008 og nemur fækkunin 0,6%. Flutningur á farartækjum jókst hins vegar um 8%. Herjólfur flutti 120.587 árið 2024 en 111.656 farartæki árið 2023. Þetta kemur fram í svari Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs […]
Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]