GRV fær góðar gjafir

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk í dag góðar gjafir annars vegar frá Kiwanis og hins vegar frá Oddfellow. Um er að ræða Sensit stóla og skammel. Kiwanis klúbburinn gaf þrjá stóla í Hamarsskóla, á Víkina og í frístund. Vilborgarstúkan gaf tvo stóla í Barnaskólann. „Þessir stólar eiga eftir að nýtast vel fyrir nemendur, stólinn umvefur notanda, bætir […]
Baðlón og hótel verði risið árið 2026

„Við hjá bænum erum mjög ánægð með góða mætingu á íbúafundinn og góðar umræður á fundinum og þökkum þeim sem mættu,“ sagði Dagný Hauksdóttir, skipulags og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar eftir íbúafund á miðvikudaginn. Þar voru hugmyndir um hótel og baðlón á Nýja hrauni kynntar. Dagný stýrði fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað. Á hinum endanum […]
Freyja sótti Þór

Varðskipið Freyja sótti í morgun gamla Þór, en líkt og greint var frá hér á Eyjafréttum í gær er búið að selja björgunarskipið til björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík. Vel gekk að koma Þór um borð í Freyju. Með því fylgdust þeir Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson. Myndir og myndbönd má sjá hér að […]
Bjarki Björn semur við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá ÍBV. Bjarki – sem hefur verið á láni hjá félaginu síðustu tvö ár – lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar. Bjarki er uppalinn […]
Jólastemning er í Pennanum hjá Erlu

Það er fátt betra í aðventunni en að setjast niður með einn góðan bolla, kíkja í tímarit og skoða jólavörur, en það er svo sannarlega hægt að gera í Pennanum Eymundsson. Penninn bíður upp á fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum, skemmtilega gjafavöru og notalega stemningu sem fangar anda jólanna. Þar má einnig finna eitthvað fyrir alla […]
Allir fá sinn jólafisk!

Nú er sá tími ársins sem mestur erill er hjá Grupeixe, framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal. Frá því seint á haustin og fram að jólum vilja allir tryggja sér góðan saltfisk í jólamatinn en saltfiskur er algjört lykilatriði í jólahaldi Portúgala og hápunkturinn á þeim mat sem hafður er á hátíðarborðum, segir í frétt […]
Ási með nýja bók – Eddi í Hópsnesi

Núna rétt fyrir jól kemur í verslanir mín fimmta bók, og þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Höfundur er Ásmundur Friðriksson, þingmaður með meiru. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur […]
Glæsileg tískusýning á kvöldopnun Sölku

Tískuvöruverslunin Salka bauð gestum og gangandi upp á skemmtilega kvöldopnun í gær. Boðið var upp á afslætti, léttar veitingar frá GOTT, happadrætti, ásamt glæsilegri tískusýningu. Í versluninni ríkti góð og hátíðleg stemning þar sem sýndar voru nýjustu tískuvörurnar fyrir jól og áramót, og ásamt hugmyndum að spariklæðnaði. Í Sölku má finna bæði fallega og stílhreina […]
Ekki orðið við óskum um hitalagnir

Bæjarráð tók fyrir hitalagnir undir Hásteinsvöll á fundi sínum fyrr í vikunni. ÍBV-íþróttafélag óskaði eftir aukafjárveitingu, 20 m.kr., til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Bæjarráð ákvað að fresta formlegri ákvörðun til næsta fundar bæjarráðs í því skyni að funda með fulltrúum ÍBV til að fara yfir gögn um […]
Siglt til Landeyjahafnar

Herjólfur ohf. hefur gefið út áætlun fyrir næstu daga. Í tilkynningu nú í morgunsárið segir: Föstudaginn 13.desember og laugardaginn 14. Desember. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar samkvæmt almennri áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30,12:00,14:30,17:00,19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl 08:15, 10:45,13:15,15:45,18:15,20:45 og 23:15. Við viljum góðfúslega benda farþegum Herjólfs sem ætla sér að ferðast með […]