Óboðlegar uppákomur

Reykjavikurflugvollur Ernir Cr

Samgöngustofa hefur fyrirskipað Reykjavíkurborg að loka annarri flugbrautinni þar sem tré í Öskjuhlíðinni hafa áhrif á flugöryggi. Áður hafði verið farið fram á það við borgina að trén yrðu felld en borgaryfirvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi. Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málið á fundi ráðsins í gær. Ráðið lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni […]

Rannveig ráðin byggingarfulltrúi

Rannveig Ísfjörð Cr

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Rannveigu Ísfjörð í starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 4. desember sl.. Umsóknarfrestur var til 23. desember og barst ein umsókn um starfið. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Rannveig hafi lokið B.Sc gráðu í byggingartæknifræði á sviði framkvæmda og lagna frá Háskólanum í Reykjavík árið […]

Spáð í spilin fyrir HM karla í handbolta

Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð.  Nú er Heimsmeistaramót karla í handbolta hafið, og spenna ríkir meðal íslenskra handboltaáhugamanna. Í kvöld mun Ísland leika sinn fyrsta leik á mótinu, sem hefst klukkan 19:20. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Við heyrðum í Söndru Erlingsdóttur, landsliðskonu í handbolta og fengum að spurja hana nokkura spurninga varðandi mótið. […]

Samið um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð Laxey

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Með samningnum tekur Laxey stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið hátæknivædd seiðastöð sem er komin í fulla starfsemi og senn verður fyrsta áfanga […]

Steini og Olli buðu best í byggingu vallarhúss

hasteinsvollur_2017.jpg

Þann 13. janúar sl. voru opnuð tilboð í vallarhús við endunýjun Hásteinsvallar, segir í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Þar segir ennfremur að þrjú tilboð hafi borist í verkið. Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri kynnti á fundinum niðurstöður tilboða. Þau voru sem hér segir: Steini og Olli ehf. bauð 57.911.150,-, SA smíðar ehf. buðu kr. 73.714.900,- og tilboð […]

Óskar aðstoðar Þorlák

Knattspyrnuþjálfarinn og Eyjamaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta. Hann mun því vera Þorláki Árnasyni innan handar og mynda þjálfarateymi með honum og Kristian Barbuscak markmannsþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Óskar er 29 ára þjálfari sem lék upp alla yngri flokkana með ÍBV, hann lék […]

Tekist á um listaverkið á fundi skipulagsráðs

DSC 1200

Listaverk í tilefni 50 ára goslokaafmælis var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Fundað var á mánudaginn sl. Á fundinum var lögð fram að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára goslokaafmælis Heimaeyjargossins ásamt umhverfisskýrslu áætlunar og nýtt deiliskipulag fyrir […]

Eyjatónleikarnir – Aldrei of seint að byrja

„Ég hef spilað á öllum Eyjatónleikunum í Hörpu, allt frá minningartónleikum um Oddgeir í nóvember 2011 og svo í kjölfarið á öllum janúartónleikunum,“ segir Eyjamaðurinn Eiður Arnarsson bassaleikari á Eyjatónleikunum. „Held raunar að flestir í hljómsveitinni hafi komið fram á sem næst öllum tónleikunum og mögulega hefur hann Kjartan Valdemarsson vinur minn spilað á þeim […]

Bjarni hættir hjá SASS

Bjarni SASS

Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu SASS. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna […]

Spáð í spilin fyrir HM karla í handbotla

HM karla í handbolta hófst formlega í gær með leik Frakklandi gegn Katar í Herning í Danmörku. Eins og mörgum er orðið kunnt spilar Ísland sinn fyrsta leik á fimmtudaginn n.k. gegn Grænhöfðaeyjum. Við hjá Eyjafréttum tókum púlsinn á stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í aðdraganda mótsins og ræddum við Sigurð Bragason handboltaþjálfara ÍBV kvenna. Hvernig telur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.