Takk fyrir góðan vetur og njótið sumarsins
6. júní, 2023

Þá er enn eitt skólaárið búið og nemendur komnir í kærkomið sumarfrí. Skólanum var slitið með dansi og gleði á Stakkó og það var gaman fyrir nemendur að fá að kveðja skólaárið með þessum hætti.

Það er gott að geta litið yfir þetta skólaár sem er að klárast og hugsað til þess að það var algjörlega takmarkalaust. Eftir um þrjú ár af skrítnum tímum, heimsfaraldri var svo kærkomið að fá aftur eðlilegt skólaár.

Þetta hefur verið skemmtilegur og viðburðaríkur vetur. Við hófum okkar annað ár í stóra þróunarverkefninu okkar Kveikjum neistann: þar sem markmiðið er að efla læsi, áhuga og gróskuhugarfar, hreyfifærni og vera með markvissa þjálfun og eftirfylgni og það er óhætt að segja að árangur af þessum tveimur árum sé virkilega góður og fram úr okkar björtustu vonum.

Markmiðið var að 80-85% nemenda yrðu læs við lok 2. bekkjar og það markmið náðist. Við erum vikilega stolt af nemendum, kennurum og foreldrum sem hafa tekið þátt í innleiðingu síðustu tvö ár.

En talandi um innleiðingu þá kláruðum við þriggja ára spjaldtölvuinnleiðingu núna í vor, stór skref hafa verið tekin í þeim efnum. Allir nemendur eru nú komnir með tæki, annað hvort ipad eða chromebook og mikil þróun átt sér stað i fjölbreyttum kennsluaðferðum og starfsþróun kennara.

Mikilvægi samstarfs heimilis og skóla veður aldrei of metið og er það grunnur að góðum árangri barna okkar. Nú erum við nýbúin að fylgjast með ÍBV og samstaða Eyjamanna í þeim efnum algjörlega einstök. Allir standa saman og flykkjast á bak við liðið og styðja af heilum hug. Við höfum oft talað um það í skólanum hvað það væri gaman ef áhugi á GRV gæti verið eins mikill og áhugi á ÍBV, við værum jafn stolt af skólanum okkar eins og íþróttafélaginu.

Vinnum þetta saman, notum sumarið til að lesa góða bók og nýtum Bókasafn Vestmannaeyja, sem veitir einstaka þjónustu í þessum efnum. Ætla þau m.a. að bjóða upp á þjálfunartíma í lestri í sumar fyrir nemendur sem eru að ljúka 1.bekk og sumarlestur GRV og Bókasafnsins er kominn á fullt.

Takk fyrir góðan vetur og njótið sumarsins.

Anna Rós Hallgrímsdóttir – Skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja.

Mynd – Fjölmenni var í Höllinni þegar tíundu bekkingar útskrifuðust á fimmtudaginn.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst