Það sem bæjarstjórn ræddi ekki
26. janúar, 2024
Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er æðsta vald Vestmannaeyjabæjar. Þar sitja níu kjörnir fulltrúar. Í gær var fyrsti fundur bæjarstjórnar á árinu. Fyrsti fundur síðan síðasta hækkun HS Veitna gekk yfir bæjarbúa.

HS Veitur hafa í tvígang – með skömmu millibili – hækkað gjaldskrá sína á íbúa í Vestmannaeyjum. Auk þess lækkaði hitastigið á vatninu. Fyrirtækið nýtur þeirra forréttinda að sitja eitt að því að selja Eyjamönnum heitt vatn.

Eignarhlutir í HS Veitum hf. skiptast á eftirfarandi hátt: Reykjanesbær 50.1%, HSV eignarhaldsfélag slhf. 49,8% og Suðurnesjabær  0,10%. Áður átti Vestmannaeyjabær tæplega þriðjungshlut í fyrirtækinu sem seldur var fyrir á fjórða milljarð árið 2007.

Varaði við því sem nú hefur gerst

Á þeim tíma þótti það umdeilt hvort selja ætti slíka innviði hjá bæjarfélaginu. Sigurður Vilhelmsson skrifaði merkilega grein sem ég rakst á í googli mínu um málið. Greinin er skrifuð á Eyjar.net í september 2007. Þar sagði m.a.:

„Reynslan af einkavæðingu orkufyrirtækjanna í nágrannalöndum okkar hefur líka sýnt að alls staðar hækkar verðið og þjónustan versnar. Þar verða litlu svæðin einna verst úti. Þegar kemur að því að endurnýja vatnslögnina milli lands og Eyja, verður einhver sem hefur áhuga á því annar en við Eyjamenn? Fari hún í sundur, liggur eitthvað á að gera við? Verður það efst á forgangslistanum hjá Goldman Sachs, sem verða jú að fá viðunandi ávöxtun af fjárfestingunni sinni?

Getur hugsast að Vestmannaeyjabær muni standa frammi fyrir því eftir nokkur ár að þurfa að taka aftur yfir almenna veitustarfsemi í Eyjum, því hún skilar einfaldlega ekki nægum hagnaði á „frjálsa markaðnum“? Gæti verið að eftir nokkur ár þurfum við að stofna Bæjarveitur Vestmannaeyja til að sinna þeirri starfsemi sem skilar ekki nægum arði til New York?

Þá gæti verið gott að eiga 3,5 milljarða inni á bók.“

Þetta eru sennilega margir bæjarbúar að hugsa í dag, þegar við erum undir hælnum á slíku fyrirtæki. Reyndar ber að taka fram að staða bæjarsjóðs var mjög bágborinn á þessum tíma og nýttust fjármunir af sölunni vel til þess m.a. að greiða upp óhagkvæm lán og efla uppbyggingu innviða.

Þurfa lögfræðiteymi og fulltrúa ráðuneytis með á fundi

Fram kom í máli Eyþórs Harðarsonar á fundi bæjarstjórnar í gær – í umræðu um tjón á vatnslögn – að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þyrftu að taka með sér lögfræðiteymi og fulltrúa ráðuneytis á fundi með forsvarsmönnum HS-Veitna.

HS Veitur hafa ekki gefið okkur raunverulega skýringu á hækkunum, aðeins vísað til raforkuskorts sem er svo ekki rökstutt frekar. Olíuverð hefur ekki hækkað sem neinu nemur síðustu mánuði svo erfitt er að finna rökstuðning þar.

Bæjarráð hafði áður fjallað aðeins um málið, en þar situr aðeins þriðjungur bæjarfulltrúa.

Merkilegast þótti mér að kjörnir fulltrúar sem funduðu í gær, þótti ekki ástæða til að taka – þessar gengdarlausu og illa rökstuddu hækkanir upp – á æðsta stigi bæjarins. Eftir því biðu margir bæjarbúar!

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Höfundur er ritstjóri Eyjar.net.

https://eyjar.net/2007-09-24-eru-baejarveitur-vestmannaeyja-framtidin/

https://eyjar.net/fundur-baejarstjornar-i-beinni-8/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.