Það þarf fólk eins og þig.
13. maí, 2022

Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig. Þetta söng Rúni Júl. á árum áður og átti sviðið.

Í Eldheimum í fyrrakvöld mætti ung kona á sviðið og er skemmst frá því að segja að hún hreinlega hirti sviðið. Hér var á ferðinni tilvonandi bæjarfulltrúi E-listans Helga Jóhanna Harðardóttir.

Í umræðum um fjölgun bæjarfulltrúa kom berlega í ljós fyrir hvað Helga Jóhanna stendur og hvers vegna hún gefur kost á sér til setu í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Það er vegna þess að hún brennur fyrir því að  vinna fyrir samfélagið og bæta hag íbúanna. Launin eru Helgu Jóhönnu aukaatriði, en það er nú eitthvað sem er hægri mönnum ofar skilningi.

Helga Jóhanna hefur gengt formennsku í Fjölskyldu-og tómstundaráði undanfarin fjörur ár og hefur á þeim árum lyft Grettistaki í þjónustu við unga sem aldna og alla þar á milli.

Helga Jóhanna stendur við gefin loforð, fingraför hennar eru allstaðar í skólakerfinu, meiri þjónusta á öllum sviðum, lægri gjöld og betri aðbúnaður.

Tvöföldun á frístundastyrk og Janusarverkefni fyrir 65 ára og eldri. Hver vill ekki svoleiðis.

Hún meira að segja fór fyrir því að laga leikvelli sem voru í útrýmingarhættu.

Við þurfum fólk eins og Helgu Jóhönnu í bæjarstjórn, og þú kjósandi góður hefur tækifæri á því að láta það verða að veruleika á kjördag. Málið er einfalt, með því að setja X við Eyjalistann á laugardag, tryggjum við Helgu Jóhönnu sæti í bæjarstjórn.  Og þá verður nú gaman að sjá afraksturinn að fjórum árum liðnum, því Helga Jóhanna er hvergi hætt.

Kveðja Laugi

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst