Þór sótti vélarvana smábát

Áhöfn Þórs, björg­un­ar­skips Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Vest­manna­eyj­um, var boðuð út í gærmorg­un til þess að sækja smá­bát við Kötlu­tanga. Smá­bát­ur­inn varð vél­ar­vana við Kötlu­tanga rétt und­an Vík í Mýr­dal og rak und­an hæg­um vindi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Björg­un­ar­sveit­in var boðuð út kl. 11 og tók um eina og hálfa klukku­stund að mæta á vett­vang. Drátt­ar­taug var komið frá Þór í bát­inn og síðan siglt til Vest­manna­eyja­hafn­ar.

Einn maður er um borð í smá­bátn­um. Ekki er víst hvort hann hafi verið að strand­veiðum eða að flytja bát­inn á milli staða. Þór, sem er eitt nýrra björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins, var fljót­ur á vett­vang, með gang­hraða hátt í 30 sjó­míl­ur. Það hamlaði held­ur ekki för Þórs að sjó­lag var gott.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.