Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld æfingaleik gegn jafnöldrum sínum í Úkraínu en leikurinn fer fram ytra. Tveir leikmenn ÍBV eru í leikmannahópi íslenska liðsins, þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Þórarinn Ingi er í byrjunarliðinu í stöðu vinstri bakvarðar en Eiður Aron byrjar á bekknum.