Þrettándagleðin hefst í dag með Grímuballi Eyverja klukkan 14:00. Gleðin nær svo hámarki í kvöld með flugeldasýningu, blysför, álfabrennu, jólasveinum og tröllum. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.
Þrettándablaðið 2024 er komið út, fram kemur á vef ÍBV að í blaðinu séu viðtöl við leikmenn úr öllum meistaraflokksliðum ÍBV í handbolta og fótbolta. Annáll þar sem framkvæmdastjóri félagsins fer yfir árið er einnig í blaðinu.
Dagskrá helgarinnar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst