Karlalið ÍBV tók á móti KA í sjöundu umferð í blíðunni á Hásteinsvellinum í dag. Eins og flestum er kunnugt um höfðu Eyjamenn ekki tapað leik í fyrstu sex leikjum liðsins í deildinni og því hefðu flestir tippað á nokkuð öruggan sigur gegn KA, sem var í sjötta sæti deildarinnar fyrir leikinn. En annað kom á daginn, Eyjamenn voru í talsverðu basli með gestina, sérstaklega í fyrri hálfleik en það var markahrókurinn Atli Heimisson sem tryggði ÍBV 1:0 sigur með skallamarki á 66. mínútu.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst