Óskar Elías Óskarsson og sonur hans þurft að bíða í sex klukkustundir í bíl sínum á bryggjunni í Þorlákshöfn á fimmtudag. Þeir áttu pantað far með fyrri ferð Herjólfs á fimmtudag en vegna óveðurs var ferðinni aflýst. Þeir voru hins vegar ekki látnir vita af því og eins og sjá má á myndunum sem fylgir fréttinni, þá komust þeir hvorki lönd né strönd og biðu því í bílnum.