�??�?g hef á undanförnum árum af og til kíkt á skjálftavirknina í Eyjum eins og hún sést á núverandi jarðskjálftamælanerti Veðurstofunnar og séð að þar tínast að jafnaði inn einn til þrír skjálftar á ári. �?ó hafa komið litlar hrinur, eins og t.d. árið 2003 þegar 13 skjálftar samtals mældust í tveim hrinum í ágúst og nóvember. Flestir skjálftarnir við Heimaey eru staðsettir vestan hennar, í námunda við Smáeyjar á um 15 km dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar�?? sagði Kristín S. Vogfjörð, hópstjóri jarðvísindarannsókna hjá VÍ um erindi sitt á fundinum. En betur má ef duga skal.
�??Hins vegar þegar ég skoða úr hvaða átt bylgjurnar koma í mælistöðina, þá gömlu sem var í Hánni, í námunda við Sprönguna fram til ársins 2012 kemur í ljós að bylgjurnar koma úr austri. �?.e. upptökin eru austan við Hánna og líklega í nokkurra kílómetra fjarlægð. Núna er mælirinn vestan við flugbrautina og ekki hafa ennþá mælst nógu stórir skjálftar á hann til að sjá úr hvaða átt bylgjurnar koma í hann. Líklegast er að upptökin séu undir gossprungunni frá 1973, en ekki er hægt að ganga úr skugga um það, nema setja upp fleiri mæla við og í Heimaey og mæla í nokkur ár.�??
Kristínu lýst best á Bjarnarey og einhvern annan stað á Heimaey. �??Til að staðfesta staðsetningu skjálftanna er nóg að reka svona þriggja stöðva net í nokkur ár, eða þangað til nógu margir skjálftar hafa mælst til að sjá hvar virknin liggur í rauninni. Ástæðan fyrir þessari óvissu á raunverulegri stasetningu skjálftavirkninnar er sambland af því hversu djúpir skjálftarnir eru og þess hve langt er í næstu skjálftastöðvar uppi á landi, en til þess að staðsetja skjálfta þarf a.m.k. þrjár eða fleiri mælistöðvar í mismunandi fjarlægðum og dreifðar í kringum skjálftavirknina�??
Kristín segi að við Surtsey sé u.þ.b. helmingi meiri skjálftavirkni en við Heimaey og eru flestir skjálftarnir staðsettir u.þ.b. fimm km norður af eynni og á svipuðu dýpi og undir Heimaey. Til að staðfesta betur skjálftastaðsetningar við Surtsey, þyrfti að setja upp jarðskjálftamæli í Surtsey og reka í nokkur ár að hennar mati.
�??Vonandi gefur þessi samantekt nógu skíra mynd af stöðunni eins og hún er í dag. �?g mun halda áfram að greina skjálftana við Heimaey eftir því sem þeir safnast inn á mælakerfið til að reyna að komast að því hvar skjálftavirknin er í raun og veru. Hugsanlega einnig leita eftir rannsóknarstyrk frá RANNÍS til frekari rannsókna, en þar eru margir um hituna og einungis um 20% umsókna styrktar,�?? sagði Kristín að endingu.