Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma.
Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti.
Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög vel sóttir. Mörg þúsund manns sóttu okkur heim og tóku þátt í gleðinni með Eyjamönnum. Afmælisgjöf Vestmanneyjarbæjar til bæjarbúa og gesta voru tvennir frábærir stórtónleikar í Íþróttahúsinu 5. júlí og var nánast húsfyllir í bæði skiptin.
Margt hefur verið gert á þessu ári til að minnast 100 ára afmælisins og verða fleiri viðburðir á dagskrá út allt árið.
Afmælisnefndinni, Goslokanefndinni, stafsmönnum bæjarins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn við þessi glæsilegu hátíðarhöld eru færðar bestu þakkir fyrir afburða frammistöðu. Einnig ber að að þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram og/eða tóku þátt; og síðast en auðvitað ekki síst Eyjamönnum sjálfum og gestum þeirra sem sóttu alla þessa viðburði í þúsundatali og sáu til þess að gleðin hafði hér öll völd.
Fyrir hönd Vestmanneyjabæjar: Takk fyrir frábæra helgi sem við getum öll verið stolt af!
Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.