Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma.

Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti.

Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög vel sóttir. Mörg þúsund manns sóttu okkur heim og tóku þátt í gleðinni með Eyjamönnum. Afmælisgjöf Vestmanneyjarbæjar til bæjarbúa og gesta voru tvennir frábærir stórtónleikar í Íþróttahúsinu 5. júlí og var nánast húsfyllir í bæði skiptin.

Margt hefur verið gert á þessu ári til að minnast 100 ára afmælisins og verða fleiri viðburðir á dagskrá út allt árið.

Afmælisnefndinni, Goslokanefndinni, stafsmönnum bæjarins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn við þessi glæsilegu hátíðarhöld eru færðar bestu þakkir fyrir afburða frammistöðu. Einnig ber að að þakka öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram og/eða tóku þátt; og síðast en auðvitað ekki síst Eyjamönnum sjálfum og gestum þeirra sem sóttu alla þessa viðburði í þúsundatali og sáu til þess að gleðin hafði hér öll völd.

Fyrir hönd Vestmanneyjabæjar: Takk fyrir frábæra helgi sem við getum öll verið stolt af!

Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri

Nýjustu fréttir

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.