Tjónið umfram tryggingabætur
DSC_0003_vatnslogn_logd
Ljóst er að tjónið er umfram hámark vátryggingabóta og mun bærinn leitast við að sækja frekari bótagreiðslur til útgerðarinnar. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Í skýringum í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 er komið inn á tjón sem varð á neysluvatnslögn í hafnarmynni Vestmannaeyjahafnar. Fyrri umræða reikningsins fór fram í gær. 

Viðurkenna bótaskyldu að tilteknu lögbundnu hámarki

Fram kemur í skýringunum að ljóst þyki að það tjón sem varð á kaldavatnslögninni sem sér sveitarfélaginu fyrir köldu vatni, er akkeri Hugins VE festist í leiðslunni í nóvember 2023 var verulegt.

Sjópróf hafa verið kláruð og vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu að tilteknu lögbundnu hámarki og koma bætur til greiðslu á árinu 2024.  

Ljóst er að tjónið er umfram hámark vátryggingabóta og mun bærinn leitast við að sækja frekari bótagreiðslur til útgerðarinnar til að tryggja skaðleysi eftir því sem hægt er.  

Ekki er gert ráð fyrir því að tjón á vatnslögninni hafi áhrif á fjárfestingargetu bæjarins á árinu 2024 ef tjónið verður bætt að fullu, segir í ársreikningi bæjarins. Í framsögu Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra kom fram varðandi ofangreinda skýringu að hún gæti tekið breytingum í seinni umræðu um reikninginn sem verður í apríl. Vegna þessa reyndist ekki unnt að senda Eyjar.net upplýsingar um fjárhæð vátryggingabóta, þegar eftir því var leitað.

Úttekt á rekstri vatnsveitunnar

Bæjarstjórn tók málið fyrir í gær. Þar kom fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi verið í samtali við innviðaráðuneytið varðandi viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna. Aðilar funduðu í vikunni og fóru yfir drög að viljayfirlýsingu sem snýr að viðbrögðum við tjóninu á vatnslögninni, lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur og frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna. Vestmannaeyjabær hefur fengið Garðar Jónsson ráðgjafa til að taka út rekstur vatnsveitunnar og er sú vinna hafin.

Ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um að koma að nýrri vatnslögn. Vatnsgjöld á íbúa í Vestmannaeyjum eru mjög há og mikilvægt að bregðast við því. Gjaldskrá vatnsveitunnar í Eyjum er margfalt hærri en á Suðurnesjum þrátt fyrir að um sama eiganda veitnanna sé að ræða. 

Tvær afgreiðslutillögur samþykktar

Í kjölfarið var samþykkt samhljóða afgreiðslutillaga þar sem segir að tjón sem varð á vatnslögninni í nóvember 2023 sé verulegt. Vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu að tilteknu lögbundnu hámarki og koma bætur til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er umfram hámark vátryggingabóta. Bæjarstjórn samþykkir að leitast við, í samstarfi við  HS Veitur, eiganda vatnsveitunnar, að sækja frekari bótagreiðslur til útgerðarinnar til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar vegna tjónsins.

Í annari afgreiðslutillögu sem einnig var samþykkt með átta samhljóða atkvæðum segir að bæjarstjórn feli bæjarráði að ganga frá viljayfirlýsingu við HS Veitur byggða á drögum sem liggja fyrir frá innviðaráðuneytinu og snúa að áframhaldandi vinnu vegna tjóns á vatnslögninni, lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur og frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna. Mikilvægt er að vinnan gangi hratt og vel.

https://eyjar.net/vatnslognin-skemmd-harma-atvikid/

https://eyjar.net/mjog-mikid-og-alvarlegt-tjon/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.