Því miður bilaði nýr sorphirðubíll Kubbs síðastliðinn miðvikudag. Unnið er að viðgerð og klárast hún í dag föstudag. Um leið og veðrinu slotar munu starfsmenn Kubbs fara af stað í sorphirðu og linna ekki látum fyrr en við höfum unnið tilbaka tafirnar sem hafa orðið af þessum völdum. Von okkar er að þetta valdi íbúum og öðrum sem þjónustu okkar njóta ekki teljandi óhagræði eða vandamálum. Nánari fréttir má nálgast á www.kubbur.is og á Facebook síðu Kubbs í Vestmannaeyjum.