Tökum einn leik í einu og reynum að vinna hann
Jón Ólafur Daníelsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV í knattspyrnu

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV hefja leik í Pepsi Max-deildinni á Hásteinsvelli í dag kl. 17.00 er þær taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Breiðablik.
Jón Ólafur Daníelsson er tekin aftur við þjálfun meistaraflokks ÍBV kvenna í knattspyrnu eftir nokkra ára fjarveru. Við tókum létt spjall við hann um leikmannahópinn og komandi knattspyrnusumar.

„Hópurinn í ár er blandaður af eldri sem yngri leikmönnum ásamt erlendum leikmönnum sem munu setja svip sinn á liðið,“ sagði Jón Óli. „Þess má til gamans geta að erlendir leikmenn liðsins hafa haldið þeim Visku systrum Jóhönnu Lilju og Valgerði hressilega við íslensku kennsluna.“

Leikmannahópur ÍBV er ríkur af ungum og efnilegum knattspyrnukonum og hefur Jón Óli verið ötull við að gefa þeim tækifæri á undirbúningstímabilinu. „Í vetur hafa margir mjög ungir leikmenn fengið að spreyta sig en t.d. í fyrsta æfingaleik haustsins lék hin mjög svo efnilega Þóra Björg Stefánsdóttir sinn fyrsta meistaraflokksleik í byrjunarliði í leik þar sem ÍBV sigraði lið ÍA 4-1. Fleiri ungir leikmenn hafa fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína eins og Ragna Sara Magnúsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir, Helena Jónsdóttir, Sunna Einarsdóttir svo einhverjar séu nefndar. Ragna Sara hefur t.a.m. verið í byrjunarliðinu síðastliðna þrjá leiki. Þá lenti Thelma Sól í því ævintýri að leika með og gegn sýnum mestu fyrirmyndum í leik í vetur er ÍBV mætti liði Vals en þá lék Thelma Sól með Sísí Láru gegn þeim systrum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum.
Í fyrra bættust við tveir ungir leikmenn, annars vegar eyjastúlkan Helena Hekla Hlynsdóttir og Ólafsvíkurmærin Birgitta Ósk Vilbergsdóttir en hún ákvað að flytja til Eyja að stunda nám og akademíu hjá FÍV og ÍBV. Helena Hekla mun ljúka námi í grunnskóla í vor og hyggst ásamt Ísfirðingnum Hafdísi Báru Höskuldsdóttur feta í fótspor Birgittu en Hafdís hefur verið að leika með liðinu í vetur,“ sagði Jón Óli og bætti við. „Það er mjög ánægjulegt að ungir leikmenn hafi áhuga á því að flytja til Eyja og styðja þannig við okkar góða samfélag.“

Úrslitin upp og ofan í vetur
Liðið hóf æfingar strax í byrjun nóvember og hefur æft af miklum krafti síðan. „Liðið lék bæði í Faxaflóamótinu sem og í Lengjubikar. Úrslit leikja hafa verið upp og ofan eins og við er að búast framan af vetri.
Liðið fór í æfingaferð nú nýlega til Spánar sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Við hófum ferðina með góðum sigri á Selfyssingum 2-0 þar sem Sísí Lára og Helena Hekla skoruðu mörk liðsins. Á Spáni lék liðið einn leik gegn Lorca og sigraði 3-0 eftir markalausan fyrri hálfleik. Mörkin í leiknum skoruðu þær Emma Kelly sem er nýr leikmaður liðsins frá Englandi, Cloe bætti við marki tvö eftir frábæra sendingu frá Júlíönu og þriðja og síðasta markið gerði Shaneka eftir undirbúning frá Cloe en það er hennar fyrsta mark í þrjú ár eftir mjög erfið meiðsli. Því miður misstu þrír leikmenn ÍBV af ferðinni bæði vegna náms og landsliðsverkefna.“

Einn leik í einu
Tveir leikmenn ÍBV leika með landsliðum Íslands þessa stundina. „Sísí Lára hefur verið með A landsliðinu sem fyrr og nú stödd í Suður Kóreu með liðinu en Sísí Lára lék allan fyrri leikinn gegn heimastúlkum sem Íslands sigraði 3-2.
Þá hefur Clara Sigurðardóttir verið fastamaður í U-16 og U-17 ára landsliðinu undanfarið og gerði sér lítið fyrir og var valin maður leiksins gegn Dönum í milliriðli Evrópumóts landsliða um daginn. Þá vann Clara sér inn það afrek að slá leikjamet U-16 og U-17 samanlagt.
Þóra Björg Stefánsdóttir og Helena Jónsdóttir voru valdar áfram í úrtakshóp hæfileikamótunar KSÍ og verður spennandi að fylgjast með hvort þær verði valdar í lokahóp sem kemur saman á Akranesi í sumar.

Að lokum spurðum við Jón Óla út í markmið liðsins í sumar en þar vildi hann gaf lítið fyrir það „fyrir þjálfarann hefur alltaf verið eitt markmið, að taka einn leik fyrir í einu og reyna vinna hann.“

[add_single_eventon id=”67623″ show_excerpt=”yes” show_exp_evc=”yes” ]

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.