Tókust á við áskoranir í nótt
Herjólfsdalur í gærkvöldi. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson
Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi, og stærsta danstjaldið var fellt til að forða því frá foki. Dagskráin á stóra sviðinu hélt áfram í gegnum nóttina.

Hættu að rukka í strætó til að tryggja öryggi

Fyrr um kvöldið hafði Þjóðhátíðarnefnd ákveðið að virkja viðbragðsáætlun og opna Herjólfshöllina, sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt á tímabili til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í Herjólfshöllina á sem hraðastan og öruggastan hátt, segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd.

Veðrið byrjaði að ganga niður uppúr tvö

Á milli tvö og þrjú eftir miðnætti fór veðrið að ganga niður, og skipuleggjendur vænta þess að það versta sé nú yfirstaðið. „Við erum hér með einvalalið í öllum stöðum sem tókst á við allar áskoranir af mikilli yfirvegun og dugnaði. Þá vil ég líka þakka öllum gestunum okkar fyrir hversu vel þau hafa staðið sig og ekki má gleyma öllu listafólkinu sem skemmti gestunum okkar af fagmennsku þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við höldum svo bara áfram inn í helgina með ábyrgri bjartsýni,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar.
Óveður gekk yfir Eyjar í nótt.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.