Stórsveit Suðurlands mun halda tónleika víða á Suðurlandi í mars og apríl. Tónleikaröðin hefst á sunnudaginn, þann 9. mars, þegar sveitin leikur á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Tónleikarnir á Klaustri hefjast kl. 16 í félagsheimilinu en kl. 20:30 stígur sveitin á svið í Leikskálum. Fimmtudaginn 13. mars kl. 21:00 leikur sveitin í Árhúsum á Hellu og 28. mars er haldið til Vestmannaeyja. Síðustu tónleikarnir verða á Selfossi í byrjun apríl. Stórsveit Suðurlands er fullskipuð stórsveit, skipuð átján hljóðfæraleikurum en hún var stofnuð árið 2006.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst