Við erum mjög sátt við þessa Þjóðhátíð á alla lund,“ segir Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, sem stendur að Þjóðhátíðinni í Eyjum.
„Veðið lék við okkur og við fengum frábæra gesti. Toppurinn var Brekkusöngurinn þar sem fólkið tók vel undir,“ segir Þór sem játar að frábær aðsókn hjálpi upp á fjárhag ÍBV. Félagið sé sært eftir tvær aflýstar hátíðir. „Þetta er að minnsta kosti plástur á sárin.“
Þetta kemur fram á vefnum Frettablaðið.is
Segir Þór ennfremur að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Brekkunni á sunnudagskvöld, þó einhverjir gætu haldið að það væru fleiri. Orðaskil úr söngnum heyrðust hátt upp í Vestmannaeyjabæ samkvæmt heimildum Eyjafrétta og upplifun söngsins ekki síður mögnuð hjá þeim sem áttu ekki heimangengt þetta kvöld. Að loknum Brekkusöngnum var kveikt á 148 blysum, en það er fjöldi hátíða sem haldinn hefur verið frá upphafi.
Í fréttum frá RÚV hefur komið fram að lögreglan segir þetta rólegri Þjóðhátíð en þá síðustu, árið 2019. Einn hafi gist í fangaklefa síðustu nóttina og ein líkamsáras hafi verið kærð. Engin kynferðisafbrot hafi verið tilkynnt þessa hátíðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst