Trausti Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV en knattspyrnudeild auglýsti stöðuna fyrir skömmu. Fjórir sóttu um en Trausti er fæddur og uppalinn Eyjapeyi, sonur Hjalta Kristjánssonar, heilsugæslulæknis og Veru Bjarkar Einarsdóttur. Trausti gekk upp í gegnum yngri flokka ÍBV áður en hann hóf að spila undir stjórn föður síns hjá litla bróður ÍBV, KFS. Þar spilar Trausti enn og er jafnframt fyrirliði liðsins.