Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu mættu Þrótti Reykjavík í leik í Lengjubikarnum karla í gær.
Matt Garner kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Frans Sigurðsson tryggði svo ÍBV tveggja marka sigur með góðu marki á 85. mínútu eftir að hafa verið aðeins í 10 mínútur á vellinum. Fyrsti sigur ÍBV í Lengjubikar karla því staðreynd.
ÍBV situr í fjórða sæti 2. riðils A-deildar með tvö stig þegar tveir leikir eru eftir. Gegn Víkingi Ólafsvík, sem var frestað vegna veðurs og Njarðvík en þeim mæta strákarnir næsta laugardag í Reykjaneshöllinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst