Tvö atriði frá Eyjum í úrslit Músíktilrauna
thogn_ads
Pönksveitin Þögn. Ljósmynd/aðsend

Á sunnudaginn sl. hófust Músíktilraunir í Hörpu. Alls kepptu fjörutíu og þrjár hljómsveitir í Músíktilraunum í ár og yfir hundrað frumsamin lög flutt.

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 voru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og verða úrslit keppninar þann 16. mars á sama stað.

Fram kemur á heimasíðu keppninnar að af hljómsveitum sem taka þátt í ár voru tólf hljómsveitir utan að landi og þrjátíu og ein af höfuðborgarsvæðinu. Á undankvöldunum tók hver hljómsveit/þátttakandi tvö lög en á úrslitum Músíktilrauna eru tekin þrjú lög svo að það verða samtals spiluð hátt í 100 frumsamin lög á þessum tilraunum.

Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit / tónlistaratriði áfram í úrslit og dómnefnd einnig eina hljómsveit / tónlistaratriði. Þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir / tónlistaratriði áfram aukalega í úrslit.

Tvö þeirra atriða sem dómnefnd valdi aukalega í úrslit eru frá Vestmannaeyjum. Annars vegar eru það stelpnabandið Þögn og hins vegar er það Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir (Eló). Flottur árangur hjá þessum efnilegu stúlkum.

Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa um Hljómsveit fólksins. Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13 – 25 ára.

DSC_9214
Elísabet Guðnadóttir. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.