Tyrkjaránsins verði minnst á 400 ára afmælinu 2027
21. febrúar, 2024
created by dji camera
created by dji camera

„Alþingi ályktar að í tilefni þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá örlagaríkum atburði í sögu þjóðarinnar, Tyrkjaráninu á Íslandi árið 1627, verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa viðburð til minningar um atburðinn. Nefndin skal meðal annars standa fyrir kaupum á minnisvarða, standa fyrir málþingi og stofna fræðslusjóð. Einnig er lagt til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka ummerki ránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finna blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír.“

Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem þingmennirnir Birgir Þórarinsson, fyrsti flutningsmaður, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og  Vilhjálmur Árnason leggja fram.

Lagt er til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins var lang mest, verði reistur minnisvarði um þennan heimssögulega atburð sem verði afhjúpaður 16. júlí 2027. Að forsætisráðherra verði falið að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um atburðinn. Þá er lagt til að nefndin stofni fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Einnig að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum ránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finna blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír.

Greinargerðin í heild:

Tyrkjaránið átti sér stað sumarið 1627 þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru annars vegar frá Marokkó og hins vegar frá Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum þaðan sem flestir voru numdir á brott. Hátt í 400 Íslendingar voru brottnumdir sem þrælar til Sale í Marokkó og Algeirsborgar í Alsír og hátt í 50 drepnir eða limlestir í Tyrkjaráninu.

Á undanförnum árum hafa komið út fjölmargar bækur á íslensku, ensku og fleiri tungumálum sem setja Tyrkjaránið árið 1627 í alþjóðlegt samhengi. Má hér nefna Reisubók séra Ólafs Egilssonar, prests í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál og er ein besta heimildin um Tyrkjaránið og þetta tímabil í sögu Evrópu og Norður-Afríku. Bókin hefur fengið viðurkenningu í heimsbókmenntum sem snerta sögu sjórána og þrælahalds.

Í tillögu þessari er lagt til að í Vestmannaeyjum, þar sem blóðtaka ránsins var langmest, verði reistur minnisvarði um þennan heimssögulega atburð sem verði afhjúpaður 16. júlí 2027 að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, þ.e. Danmerkur, Hollands, Alsír og Marokkó auk fleiri landa.

Forsætisráðherra verði falið að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um atburðinn. Einn fulltrúi nefndarinnar skal skipaður samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, einn af Alþingi og einn án tilnefningar og skal sá vera formaður nefndarinnar. Mælst er til þess að nefndin efni til hönnunarsamkeppni um minnisvarðann og annist síðan um kaup á sigurverki slíkrar hönnunarkeppni. Nefndin annist jafnframt frekari undirbúning fyrir uppsetningu og afhjúpun minnisvarðans.

Þá er lagt til að nefndin stofni fræðslusjóð og skipi stjórn hans. Sjóðurinn mun starfa tímabundið og styrkja fræðsluverkefni um Tyrkjaránið í hlutaðeigandi sveitarfélögum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík á árinu 2027. Sjóðurinn styrki þau verkefni sem tilnefnd eru af sveitarfélögunum eigi síðar en í lok árs 2026.

Einnig er lagt til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum ránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finna blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír.
Íslensk erfðagreining hefur reynslu af því að leita að litningabútum úr erfðamengi framandi einstaklinga sem blönduðust íslenskri þjóð á öldum áður og er sagan um Hans Jónatan líklega það dæmi sem er best þekkt.

Framsögumenn hafa rætt málið við Íslenska erfðagreiningu og hefur fyrirtækið tekið vel í tillöguna.  Niðurstöður rannsóknarinnar verði síðan kynntar í Vestmannaeyjum 16. júlí 2027. Áætlaður kostnaður við tillögu þessa er um 40 millj. kr.

 

Mynd Addi í London.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst