Eins og greint var frá í Eyjafréttum í síðustu viku munu tökur kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum fara fram í sumar en það er Sagafilm sem framleiðir myndina. Fyrir þá sem ekki þekkja er Víti í Vestmannaeyjum fyrsta bókin í vinsælum bókaflokki Gunnars Helgasonar. Á föstudaginn fór fram kynningarfundur á verkefninu í Týsheimilinu þar sem Gunnar Helgason, Bragi �?ór Hinriksson, leikstjóri myndarinnar og �?órhallur Gunnarsson, aðalframleiðandi Sagafilm, fóru yfir málin með áhugasömum. Sýnt var kynningarmyndband um kvikmyndina þar sem Orkumótið, eldgos og óviðjafnanleg náttúrufegurð Vestmanneyja var í forgrunni. �?að kom skýrt fram hjá aðstandendum myndarinnar að tökurnar í sumar eigi ekki að hafa mikil áhrif á Orkumótið sjálft og munu þau frekar laga sig að þörfum mótsins en öfugt. Aðspurð á fundinum hvort tökuliðið og aðrir starfsmenn myndu nýta sér alla þjónustu í Eyjum eins og völ er á, svöruðu þau því játandi. Einnig tóku þau fram að þörf væri á gistirými fyrir nokkurn fjölda fólks meðan á tökum stendur en gera má ráð fyrir að einhverjir tugir starfsfólks frá Sagafilm verði í Eyjum hverju sinni.
Í kjölfar fundarins fóru fram prufur þar sem fjöldi ungmenna fengu að spreyta sig fyrir framan myndavélina. �?egar blaðamaður heyrði í �?órhalli Gunnarssyni á föstudaginn voru prufur enn í fullum gangi en gera má ráð fyrir að um 60 krakkar úr Eyjum hafi mætt í prufurnar. �??�?etta eru mjög gagnlegar prufur og margir efnilegir leikarar og leikkonur á ferðinni, þetta verður erfitt en skemmtilegt val. Svo verðum við með prufur í Reykjavík 2. apríl og eftir það fer allt að skýrast,�?? sagði �?órhallur.