Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Leiðangurinn er framhald mælinga sem voru gerðar austan við land dagana 17.-20. janúar. Með þessu móti er vonast eftir að ná heildarmælingu á stofninum sem leitt getur til nýrrar ráðgjafar.
Í leiðangrinum eru alls 8 skip og er gert ráð fyrir að honum ljúki um eða eftir næstu helgi. Alls eru sex skip við mælingar, en það eru rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson ásamt uppsjávarveiðskipunum Aðalsteini Jónssyni SU, Ásgrími Halldórssyni SF, Berki NK og Jónu Eðvalds SF. Til viðbótar eru leitarskipin Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA. Hafrannsóknastofnun hefur mannskap í fimm þessara skipa.
Fjögur skip eru nú að störfum fyrir austan land og munu mæla til vesturs, þrjú byrja á Vestfjarðamiðum og halda til austurs og loks er eitt skipanna (Jóna Eðvalds) við leit og mælingar austan við hefðbundið mælisvæði til að kanna hvort loðna sé mögulega að ganga suður á þeirri slóð (mynd).
Nánar má fylgjast með framgangi leiðangursins á https://skip.hafro.is/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.