Kaupþing banki og Héraðssambandið Skarphéðinn hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára og var ritað undir samning þess efnis í Hveragerði miðvikudaginn 20. febrúar sl.
Kaupþing banki verður með umræddum samningi áfram aðalstyrktaraðili Landsmótsliðs HSK á Unglingalandsmótum og Landsmótum UMFÍ eins og verið hefur frá árinu 2005. Kaupþing mun styrkja öflugt Landsmótslið HSK á Unglingalandsmótum UMFÍ árin 2008 – 2010 og á Landsmóti UMFÍ á Akureyri árið 2009.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst