Yfirlýsing Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja vegna útboðs á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár.
Nú hefur verið boðið út af Vegagerðinni, dýpkun Landeyjahafnar 2019-2021. Dýpkun hafnarinnar er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna sem ogsamfélagið allt í Vestmannaeyjum.
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja leggja ríka áherslu á að ekki verði eingöngu litið til tilboðsverðs, heldur ráði reynsla og geta til verksins vali á samstarfsfyrirtæki.
Ferðamálasamtökin benda á þá staðreynd að fyrirtækið sem annast hefur dýpkun Landeyjahafnar sl. ár hefur haft til þess nauðsynlega reynslu og búnað. Eftir að það fyrirtæki tók við verkinu fór að ganga mun betur að halda höfninni opinni.
Þessi þáttur er mjög mikilvægur enda takmarkið að halda höfninni opinni allt árið. Lykilatriði er að dýpkun gangi hratt og vel fyrir sig svo hægt sé að opna höfnina á sem skemmstum tíma t.d. eftir stórveður.
F.h. ferðamálasamtaka Vestmannaeyja
Berglind Sigmarsdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst