Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið.
Á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var lögð fram tillaga í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar frá Jóhannesi Jónssyni að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund. Fyrirmynd bikarsins er Drangeyjarsundsbikarinn sem varðveittur er hjá ÍSÍ. Eyjasundsbikarinn yrði t.d. varðveittur í sundlaug Vestmannaeyjabæjar og sundmennirnir fengju fallegt viðurkenningarskjal þegar þeir hafa lokið sundi og nafn þeirra skráð á bikarinn. Eyjasundið er töluvert lengra en Drangeyjarsundið og verðskuldar því að það sé sett á ákveðinn stall.
Var vel tekið í þetta hjá bæjarráði. „Bæjarráð óskar Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur til hamingju með frábært sund. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillögu Jóhannesar og felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar framgang málsins í samráði við æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa bæjarins.”




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.