Útbúa á sérstakan Eyjasundsbikar
Sigrún kemur að landi í Landeyjum að loknu Eyjasundi 2019

Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið.
Á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var lögð fram tillaga í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar frá Jóhannesi Jónssyni að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund. Fyrirmynd bikarsins er Drangeyjarsundsbikarinn sem varðveittur er hjá ÍSÍ. Eyjasundsbikarinn yrði t.d. varðveittur í sundlaug Vestmannaeyjabæjar og sundmennirnir fengju fallegt viðurkenningarskjal þegar þeir hafa lokið sundi og nafn þeirra skráð á bikarinn. Eyjasundið er töluvert lengra en Drangeyjarsundið og verðskuldar því að það sé sett á ákveðinn stall.

Var vel tekið í þetta hjá bæjarráði. „Bæjarráð óskar Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur til hamingju með frábært sund. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillögu Jóhannesar og felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar framgang málsins í samráði við æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa bæjarins.”

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.