Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna. Bæði lið ÍBV eru í 8-liða úrslitunum. Stelpurnar drógust á útivelli gegn Bestudeildarliði Tindastóls. Strákarnir fá heimaleik gegn Val. Áður hafði ÍBV slegið út tvö Reykjavíkur-stórveldi, fyrst Víkinga og síðan KR.
8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní. 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram dagana 18. og 19. júní.
8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
Valur – Þróttur R.
Þór/KA – FH
Tindastóll – ÍBV
Breiðablik – HK
8-liða úrslit Mjólkurbikars karla
Afturelding – Fram
ÍBV – Valur
Stjarnan – Keflavík
Vestri – Þór
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst