Vantaði fisk til vinnslu
bergey_bergur_op
Myndin er tekin um borð í Berg VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu á sunnudaginn í heimahöfn að aflokinni stuttri veiðiferð.

Þeir héldu til veiða seint á fimmtudagskvöld þannig að einungis var verið um tvo sólarhringa að veiðum. Ástæða þess að skipin voru kölluð inn til löndunar var sú að fisk vantaði til vinnslu.

Afli Vestmannaeyjar var 30 tonn og afli Bergs 46 tonn. Hjá báðum skipum var aflinn að mestu þorskur og ufsi. Skipin héldu út strax að löndun lokinni og hófu veiðar á Pétursey en hörfuðu fljótlega á Selvogsbankann vegna veðurs, segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.