Ekki virðast vera líkur á því að neysluvatnslindir Vestmannaeyinga sem eru undir Eyjafjöllum spillist af völdum eldgossins. Fylgst hefur verið grannt með þróun mála og gæði vatnsins mæld og virðist sem hvorki aska né önnur aðskotaefni hafi borist í lindirnar sem eru við bæinn Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum.