Vegleg dagskrá Eyjafólks á Menningarnótt Reykjavíkur
12 rammar
Janúar 1973, Hafnarbúðir, Geirsgata 9 í Reykjavík. Húsið var notað sem miðstöð Vestmannaeyinga á meðan eldgosið stóð í Eyjum. Þar var m.a. aðsetur bæjarstjórnar Vestmanneyja. Rauði Krossinn hafði einnig aðsetur í Hafnarbúðum.

Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Fyrir liggja drög að dagskránni en hún er ekki fullmótuð.

Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira í þjóðhátíðarstíl.  Ljósmyndir og myndbandsklippur frá gosinu verða til sýnis á meðan.

Samkvæmt drögunum byrjar dagskráin með léttum lögum í Dalnum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri ávarpa gesti. Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari og Eyjamaður og Védís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og Eyjakona, flytja lög eftir Oddgeir og Júníus Meyvant mætir með hljómsveit.

Rauði krossinn kynnir  fjöldahjálparstöðina, Elva Ósk Ólafsdóttir, leikari og Eyjakona les upp úr dagbók mömmu sinnar,  Rögnu Eyvindardóttur, Gógó  og hjónin og tónlistarfólkið Sæþór Vídó og Kristín Halldórsdóttir flytja lög Eyjalög. Loks koma Friðrik Dór og Jón Jónsson fram og flytja lög tengd þjóðhátíð.

Daginn áður, föstudaginn 18. ágúst opna tvær ljósmyndasýningar, Til hafnar og Við gosið,  í Hafnartorgi Gallery, við Reykjavíkurhöfn. Sjóndeildarhringurinn í Til hafnar hverfist um sameiginlega upplifun, áþekka sjávarsýn og sýnir þá tæplega 80 báta sem fluttu fólkið frá Eyjum gosnóttina örlagaríku.

Til hafnar verður síðan opin laugardag 12:00 til 17:00 og sunnudag 12:00 til 15:00 í rými við Bryggjugötu, næst Edition hótel. Við gosið, sýnir valdar myndir Sigurgeirs Jónasson (f. 1934) af gosinu í Heimaey árið 1973. Áræðinn og frakkur stóð Sigurgeir andspænis eldgosinu í Heimaey og myndaði það sem fyrir augum bar. Hann segir sjálfur ekki hafa hugsað rökrétt, náttúran var í aðalhlutverki og hann vissi að hlutverk hans var að mynda atburðinn og framvinduna. Við gosið verður opið alla helgina inn í Hafnartorgi Gallery frá 12:00 til klukkan 22:00.

Hafnarbúðir voru félags- og upplýsingamiðstöð fyrir Vestmannaeyinga í eldgosinu. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

 

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.