Þjóðhátíðarblaðið er nú klárt og verður komið í sölu eftir helgi. Gísli Hjartarson er ritstjóri blaðsins í ár en Þjóðhátíðarblaðið er fastur punktur í hátíðahöldunum hjá flestum Eyjamönnum. Í blaðinu er að finna fjölda áhugaverðra greina og viðtala auk þess sem blaðið er myndarlega myndskreytt með myndum frá Þjóðhátíðinni í gegnum árin.