Vegna fyrirhugaðar skiptingar skjólstæðinga í samlög
14. janúar, 2010
Frá og með 15.02.2010 er fyrirhuguð breyting á núverandi fyrirkomulagi við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Í stað þess að sjúklingar hafi ekki fastan heimilis-/heilsugæslulækni er ætlunin að skipta skjólstæðingum Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja í 4 samlög sem deilast jafnt á þá fjóra heimilis-/heilsugæslulækna sem þar starfa.