„Verið að fara í manninn en ekki boltann”
29. ágúst, 2025
stebbi_fridriks
Stefán Friðriks­son forstjóri Ísfélagsins. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfé­lag hf. hefur birt árs­hluta­reikn­ing félagsins fyr­ir fyrri hluta árs­ins 2025. Fram kemur í tilkynningu að fé­lagið hafi verið rekið með tapi á tíma­bil­inu, sem að mestu má rekja til mik­ill­ar veik­ing­ar banda­ríkja­doll­ars, upp­gjörs­mynt­ar Ísfé­lags­ins.

Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld voru 20,8 m.USD, þar af voru 13,2 m.USD vegna veikingar dollars. Hins vegar hækkaði bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum um 12 m.USD sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna var veidd á vetrarvertíðinni sem hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn.”

Félagið fjárhagslega stöndugt

„Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsverðar og námu þær 84,1 m.USD. Á móti seldi Ísfélagið eignir fyrir um 16,6 m.USD. Fjárfestingarnar voru fjármagnaðar með lántöku en félagið gerði lánasamning við hóp banka í byrjun árs 2025. Í maí fékk félagið afhent glæsilegt uppsjávarskip, sem hlaut nafnið Heimaey VE. Eldra skip með sama nafni var selt til Noregs. Byggð var frystigeymsla í vetur á Þórshöfn, ásamt því að lokið var við stækkun fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum. Ennfremur tók Austur Holding, sem Ísfélagið á 29,3% hlut í, þátt í hlutafjáraukningu í laxeldisfyrirtækinu Kaldvik.

Félagið er fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi er geta hjá félaginu til að fjárfesta og styrkja rekstur þess til lengri tíma,” segir hann.

Vonbrigði að sjá þorskkvótann dragast stöðugt saman

Stefán segir að markaðir hafi verið góðir á tímabilinu. „Verð á þorski og ýsu hefur hækkað mikið milli ára og verð á frosnum makríl- og síldarafurðum hefur haldist hátt. Heildarafli skipa félagsins á fyrri helmingi ársins var 22.600 tonn samanborið við tæp 25.900 tonn á sama tímabili árið 2024. Framleiddar afurðir voru 13.200 tonn samanborið við 14.700 tonn á sama tímabili í fyrra.

Það hafa verið vonbrigði að sjá þorskkvótann dragast stöðugt saman á milli ára, en hann hefur dregist saman um tæp 4.000 tonn frá upphafi þessa áratugar, og verður á nýju fiskveiðiári, sem hefst nú í september, aðeins rúm 10.000 tonn.

Enn og aftur vil ég vekja athygli á og ítreka nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Með bættum hafrannsóknum eykst þekking okkar á lífríki hafsins og með því minnkar öll óvissa. Með því að draga úr óvissu verður hægt að ákveða leyfilegan heildarafla úr einstökum nytjastofnum á nákvæmari og betri hátt.”

Makrílveiðar gengið vel

„Vonandi sjáum við loðnuvertíð á næsta vetri en það er mikilvægt að loðnustofninn sé sterkur, bæði fyrir þorskinn og aðra stofna sem nýta loðnuna sem fæðu, sem og okkur sem veiðum loðnu og þá markaði sem treysta á loðnuafurðir frá Íslendingum. Hætta er á að einhverjir loðnumarkaðir minnki eða hverfi alveg ef ekki veiðist loðna í vetur. Makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel. Verð fyrir makríl- og aðrar uppsjávarafurðir hefur verið hátt.”

Málið snýst að því er virðist um menn en ekki málefni

„Ástæða er til að hafa áhyggjur af neikvæðu viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Mikil hækkun veiðigjalds og hvernig staðið var að verki við samningu frumvarpsins um þau og þinglega meðferð þess sýnir að  þeir sem stjórna landinu kæra sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar, minni getu til fjárfestinga og lægra skattspor til framtíðar. Þetta viðhorf kom skýrt fram í sjónvarpsviðtali við forsætisráðherra í lok júní þar sem hún sagði að þessi leiðangur snérist um 4 til 5 fjölskyldur, þ.e.a.s. málið snýst að því er virðist um menn en ekki málefni, m.ö.o. er hér verið að fara í manninn en ekki boltann eins og sagt er á íþróttamáli,“ segir Stefán Friðriksson, forstjóri.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.