�??�?að sem einkenndi þessa vertíð var góð veiði, gott síli og gott veður,�?? segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar þegar hann gerir upp loðnuvertíðina. �??Vertíðin fór fram úr okkar björtustu vonum þrátt fyrir að í upphafi árs hafi bjartsýnin ekki verið mikil. �?á stóð sjómannaverkfall og Hafró nýkomið úr rannsóknarleiðangri, sem uppsjávarútgerðirnar borguðu að hluta, með ráðgjöf upp á heildarkvóta í loðnu 57.000 tonn og af þeim áttu íslenskar útgerðir að fá 11.500 tonn. Restin fór til annarra þjóða og íslenska ríkisins.
Á þeim tímapunkti var ríkið ekki tilbúið til að standa fyrir öðrum loðnuleiðangri sem átti að kosta ca. 40 milljónir. Loðnuútgerðirnar tóku sig því saman og tryggðu Hafró fjármuni og skip til að fara í annan leiðangur og skilaði sá leiðangur því að loðnukvótinn var rúmlega fimmfaldaður og varð 299.000 tonn og grundvöllur kominn fyrir þokkalegri vertíð.�??
Vertíðin hófst svo um leið og verkfallið leystist og stóð samfellt í fjórar vikur. �??�?að sem situr helst í manni eftir vertíðina er hvað við vitum í raun lítið um loðnuna og hvað vantar mikið upp á að við sinnum almennilegum rannsóknum á þessum mikilvæga nytjastofni okkar. �?að virðist líka ríkja mikið skilningsleysi innan stjórnkerfisins á mikilvægi þess að stunda öflugar rannsóknir og t.d. að ríkið hafi ekki verið tilbúið að leggja fram auka 40 milljónir til að leita að loðnu sem skilaði þjóðarbúinu á endanum einhverjum 15-20 milljörðum er mjög undarleg forgangsröðun,�?? segir Sindri sem er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. �??�?g er nokkuð viss um að loðnustofninn er talsvert stærri en mælingar sögðu til um og vonandi skilar það sér þá í góðri hrygningu.�??