Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna mun leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Víðir staðfesti þetta í kvöld í samtali við fréttavefinn Vísi.
Þar er haft eftir Víði að hann hafi alltaf haft augun á því að fara á þing og hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Fram kemur að hann leggi áherslu á velferðarmál og öryggismál.
„Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ segir hann.
Allt viðtalið við Víði má lesa hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst