Viðræður hafnar
DSC_5482
Kápan af vatnslögininni sem skemmdist. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Tjón á neysluvatnslögn var áfram til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í gær.

Þar kom fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa í samstarfi við HS Veitur, átt fund með fulltrúum útgerðar Hugins VE þar sem leitast var eftir frekari bótagreiðslum til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar sem notendur vatnsveitunnar, vegna tjónsins sem varð á lögninni. Málið skýrist vonandi á næstu dögum.

Fyrir liggja endanleg drög að viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna, með aðkomu innviðaráðneytisins um viðbrögð við tjóninu á vatnslögninni, lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur og mögulega innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitunni sem HS Veitur hafa óskað eftir.

Bæjarráði var falin fullnaðarafgreiðsla á viljayfirlýsingunni á bæjarstjórnarfundi þann 21. mars sl. Í niðurstöðu segir að bæjarráð feli bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Viljayfirlýsingin verður birt þegar hún hefur verið undirrituð af báðum aðilum.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.