Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru.
Tillagan felur í sér að ferli aðalskipulagsbreytingar vegna styttingar Hörgaeyrargarðs verði hafið að nýju með viðbættum forsendum varðandi nýja landnotkunarreiti fyrir hafnarstarfsemi.
Málinu er vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagsráðs.
Ráðið samþykkir í niðurstöðu sinni að hefja vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 sem gerir ráð fyrir styttingu Hörgaeyrargarðs og nýrra reita fyrir hafnarsvæði.
Gildandi aðalskipulag – landnotkunarreitir hafnarsvæðis.pdf
Tillaga að nýjum landnotkunarreitum fyrir hafnarsvæði.pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst