„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær.
„Það er hverjum sjómanni nauðsyn að hafa Jesús um borð í sínu skipi og þá mun Guð fylgja þeim hvert sem þeir rata,“ sagði Viðar eftir að hafa vitnað í Biblíuna þar sem sagt er frá því þegar Jesús lægði bæði sjó og storm.
„Það er venja í skipsblessun að farið sé með Sjóferðabæn séra Odds V. Gíslasonar prests í Grindavík sem lét sig slysavarnir sjómanna sig miklu varða. Það er venja að presturinn fari með bænina en ég ætla að biðja skipstjórann um að gera það fyrir mig,“ sagði Viðar og kallaði til Ólaf Einarsson skipstjóra sem las bænina af skildi sem Landakirkja gefur hverju nýju skipi við komuna til Vestmannaeyja.
Ólafur brást vel við og las bænina sem er gott veganesti þegar á sjó er haldið.

Sjóferðabæn sr. Odds V. Gíslasonar
Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda.
Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf
og heilsu svo ég geti unnið min störf í sveita míns andlits.
Drottinn minn og guð minn. Þegar ég nú ræ til fiskveiða
og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum
kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og
vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss
að vorum veiðum og vernda oss, að vér aftur farsællega heim
til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss.
Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur
samfundum svo vér fyrir heilags anda náð
samhuga flytjum þér lof og þakkargjöro.
Ó, Drottinn. Gef oss öllum góðar stundir,
skipi og mönnum í Jesú nafni.
Amen




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.