Vinabæjasamband Vestmannaeyja og Pompei á dagskrá
6. ágúst, 2024
Sigurjón með dætrum sínum á sextugsafmælinu sem hann hélt upp á hjá „móður“ sinni í Flórens 21. maí sl. Helga Þóra heldur á núllinu, Íslandsmeistari í hástökki. Heldur hún áfram námi og æfingum við háskóla í Miami í haust og Sjöfn sem nýlega útskrifaðist með master í verkfræði frá Kaupmannahafnar háskóla með láði.

Eyjamaðurinn Sigurjón á Ítalíu- Vill efla samskipti þjóðanna – Sameina matarmenningu beggja þjóða – Íslandsleiðangur í haust

Eyjamaðurinn Sigurjón Aðalsteinsson sem dvelur langdvölum á Ítalíu er með margt á prjónunum þessa dagana. Hefur aflað sér mikilvægra viðskiptasambanda, á Íslandi og ekki síður á Ítalíu. Sér hann mikla möguleika á að koma ítölskum mat í hæsta gæðaflokki á framfæri á Íslandi og öfugt. Vinna að matvælaþróun og efna til annarrar Íslandskynningar á Ítalíu. Gæluverkefnið er að koma á vinabæjasambandi  Vestmannaeyja og Pompei, bæja sem urðu eldgosum að bráð, Pompei 79 og Vestmannaeyjar 1973.

Sigurjón hafði sett sig í samband við Svandísi Svarsdóttur, fyrrum matvælaráðherra og Bjarkeyju Olsen sem nú situr í þeim stól.  „Svandís samþykkti að hitta mig og ætlaði ég að kynna fyrir henni samvinnu mína við ítalskan kjötiðnaðarmann um að búa til ítalskt-íslenskt hrálamb sem heppnaðist frábærlega.  Hún samþykkti að hitta okkur en í millitíðinni veiktist ég hressilega og lá á sjúkrahúsi og var síðan í endurhæfingu fram í maí í vor.  Í dag er ég kátur sem bátur og vil fara að taka upp þráðinn á ný,“ segir Sigurjón.

Sigurjón starfar m.a. með Andrea Falaschi, kjötiðnaðarmanni sem hann segir þekktan á Ítalíu fyrir frábærar vörur. „Hann vinnur mikið með öðrum kjötiðnaðarmanni, sem er reyndar sá þekktasti í heimi, Dario Cecchini.  Í desember í fyrra settum við upp óperutónleika, þá fyrstu á Ítalíu það að við best vitum í búðinni hjá honum hérna í San Miniato, þar sem frændi minn Alexander Jarl og Monica Iusco sungu við frábærar undirtektir.

Allur þessi hópur ásamt tveimur vínsérfræðingum mæta til Eyja og verður slegið upp sannkallaðri ítalsk-íslenskri hátíð sem mun engan svíkja á Einsa Kalda 27. og 28. September nk. Sigurjón er að safna styrktaraðilum til að halda tónleika, með Alexander og Monicu til styrktar Krabbavörn en málefnið er honum mjög kært þar sem pabbi hans dó úr krabba og bróðir hans Elliði að glíma við það sama.

Það sem stendur til að gera í Íslandsleiðangrinum annað en að koma út í Eyjar er að fara í réttir, fylgjast með sláturgerð, hitta tvo ráðherra, heimsækja Alþingi o.fl. Þeir eru sem sagt að koma til að mæra íslenska lambið og íslenskan landbúnað, eitthvað sem Sigurjón segir að vonandi eigi eftir að skila sér í aukinni ásókn í þær vörur á Ítalíu og víðar. Það verður allt skrásett og myndað í bak og fyrir og því síðan gerð góð skil á Ítalíu í hinum ýmsu blöðum og tímaritum.

Bestu kveðjur frá skrifstofunni minni í San Miniato.

Unnið með snillingum

„Ég mun vinna með Einari Birni (Einsa Kalda) og Leif Kolbeins á La Primavera í framtíðinni, en uppi eru plön um að fara í samstarf við fyrirtæki bæði á Íslandi og Ítalíu um að fara í vöruþróun á hinum ýmsu vörum, spennandi ekki satt? Einnig ætlum við að fara í samstarf við tvo af frægustu kokkum Ítalíu, þá Andrea Mainardi og Enrico Derflingher. Þeir eru súperstjörnur hér á Ítalíu þar sem allt snýst um mat og fótbolta. Auk þess verður náttúrulega unnið með kjötiðnaðarmönnum Andrea Falaschi og Dario Checcini.“

Þá er ekki síður áhugaverð hugmynd Sigurjóns sem hann er að vinna að, að koma á vinabæjasambandi milli Vestmannaeyja og Pompei. „Ég hef sent erindi á Írisi Róberts bæjarstjóra og Palla Magg forseta bæjarstjórnar og Ferðamálasamtökin í Eyjum.  Ferðamálasamtökin eru áhugasöm um að fara í þetta verkefni en það sama verður ekki sagt um bæinn. Skrýtið því það gæti án vafa skilað miklu til Vestmannaeyja án mikils tilkostnaðar. Ég skrifaði líka samhljóða erindi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra. Vona að hún taki því vel.“

Starf Sigurjóns á Ítalíu nær allt aftur til ársins 2014. „Ég hef verið í miklum samskiptum og viðskiptum við þekkt trufflufyrirtæki hér í San Miniato og Michele Mancini sem er Michelin stjörnu kokkur. Í dag vinnur hann á hótelinu Stella Della Versilia hjá vini sínum Buffon, fyrrverandi landsliðsmarkverði Ítala.

„Með Savitar hef ég brallað ýmislegt, m.a. í samvinnu við Íslenska sjávarklasann þar sem við framleiddum niðursoðinn lax með trufflum sem fór í sölu í stórmarkaðina og út á Keflavíkurvöll. Vegna ýmissa vandamála urðum við því miður að leggja það verkefni til hliðar í bili.  Einnig hef ég unnið með Leif Kolbeins á La Primavera og hefur hann komið hingað til San Miniato og verið heiðurskokkur á stórri hvíttrufflu hátíð sem fer fram ár hvert.“

Á Íslandi hefur Sigurjón unnið með ekki síðri snillingum eins og Einsa Kalda sem er fremstur meðal jafningja. „Hann er eins ítalskur og nokkur Íslendingur getur orðið og hefur verið frábært að vinna með honum og hans fólki. Sönn fyrirmynd í því sem ég er að gera. Íslandstengingin, þar sem maður þekkir mann og annan hefur reynst mér vel á Ítalíu í að afla viðskiptatengsla sem geta skilað miklu.“

Tekur á móti gestum

Þá má að lokum geta þess að Sigurjón tekur að sér leiðsögn fyrir smærri hópa þar sem hann leiðir þá um óhefðbundnar slóðir sem mjög fáir ferðamenn fá að upplifa. „Ég bý í Perugía sem er höfuðborg Úmbría héraðs. Þess má geta að ferðavefurinn Lonley Planet, hefur valið Úmbía héraðið besta sælkeraáfangastað í heimi og er nú úr mörgu að velja, t.d. Eyjar.“

Í síðustu facebook færslu Sigurjóns má fá innsýn í hvað hann gerir með viðskiptavinum sínum í Umbría, einnig hefur hann farið með marga vini og kunningja í Toskanahéraðið, en þar hefur hann haldið mikið til og á meðal annars „mömmu“ í Flórens. Ef áhugi er á þá er öllum velkomið að hringja í hann eða senda honum skilaboð á Facebook.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.