Knattspyrnudeild ÍBV sendi út tilkynningu síðdegis í dag þess efnis að ákveðið hafi verið að færa leik ÍBV og Gróttu sem til stóð að spila á Hásteinsvelli á fimmtudag.
Ástæðan er að slæm veðurspá er fyrir Vestmannaeyjar á fimmtudag. Leikurinn fer því fram á Vivaldivellinum klukkan 17:30 á fimmtudag, en þess má geta að hann verður sýndur á lengjudeildin.is fyrir þá sem ekki komast á völlinn.
Hér að neðan má sjá textaspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga.
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en hægari norðvestantil. Rigning eða súld af og til á Suður- og Vesturlandi, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað en úrkomulítið vestantil, en víða léttskýjað eystra. Hiti 10 til 17 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og bjart með köflum, en skýjað fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Norðlæg átt og víða bjart vestantil, en skýjað og kólnar heldur um austanvert landið.
Spá gerð: 11.06.2024 08:23. Gildir til: 18.06.2024 12:00.
Hæðarhryggur er á leið austur yfir land í dag. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart og milt veður. Hiti hefur mest mælst rúm 19 stig á Kirkjubæjarklaustri í dag.
Gosmóða hefur legið yfir suðvesturhorninu í dag og gasmengun mælst víða á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld og í nótt bætir heldur í vind og þá má búast við að mengunin blási til norðurs.
Á morgun verður suðaustan kaldi eða strekkingur og súld eða rigning af og til sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan heiða.
Það er útlit fyrir svipað veður á fimmtudag, en þó styttir smám saman upp vestanlands og það eru líkur á að hiti nái 20 stigum á Norðurlandi.
Spá gerð: 11.06.2024 14:51. Gildir til: 12.06.2024 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst