ZO-ON opnar í Vöruhúsinu

Mikið líf hefur færst í húsnæðið að Skólavegi 1 en íslenska útivistarfatamerkið ZO-ON opnar pop-up verslun þar til húsa í hádeginu á morgun. Verslunin verður opin út sunnudaginn 6. ágúst og boðið verður upp á allt að 70% afslátt.

„Við höfum verið að prófa okkur svona áfram á hinum ýmsu stöðum á landinu, til dæmis verið á Akureyri og meira að segja úti í Færeyjum líka” segir Halldór Örn Jónsson, framkvæmdastjóri ZO-ON, í samtali við Eyjafréttir.

Bjóða upp á frían bjór

„Mikið af þessu eru nýjar vörur sem við setjum á niðursett verð, og síðan erum við með húfur og vettlinga og töskur og allt fyrir Þjóðhátíðina. Regnfatnaður, hlýr fatnaður og allt þar á milli,” segir Halldór og bætir við að hægt sé að næla sér í frían bjór í versluninni á föstudeginum á Þjóðhátíð.

Halldór hvetur Eyjamenn og aðra hátíðargesti yfir Þjóðhátíð að klæða sig vel enda oft kalt í Dalnum þegar líður á kvöldið.

Jón, Halldór og Eyjamaðurinn Þórir taka vel á móti viðskiptavinum á morgun.
Mikið úrval fyrir Þjóðhátíð og útivistina.
Skólavegur 1.

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.