Það hefur varla farið framhjá lesendum Eyjafrétta.is síðustu daga að í kvöld klukkan 19:00 tekur B-lið ÍBV á móti aðalliði HK í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram í Eyjum en svo skemmtilega vill til að Erlingur Richardsson, Eyjamaður og leikmaður B-liðsins, er jafnframt annar af tveimur þjálfurum HK. Hinn þjálfarinn, Kristinn Guðmundsson tengist Eyjunum reyndar líka en sá ætlaði að banna Erlingi að spila í kvöld. Erlingur tekur það ekki í mál og ætlar að spila.