Klukkan 09:30 lendi fyrsta vél dagsins hjá Flugfélagi Íslands í eyjum og eru 10 véla á áætlun fram á kvöld reiknar Flugfélagið með að flytja um 500 þjóðhátíðargesti til eyja í dag.
Herjólfur
Kom að bryggju í eyjum í nótt 05:45 með um 500 farþega og fór hann aftur frá bryggju klukkan 08:15 í morgun. Reiknað er með að Herjólfur flytji 1500 þjóðhátíðargesti í dag til eyja.
Flugfélag Vestmannaeyja
Byrjar að fljúga rétt eftir 10:00 og reikna þeir hjá Flugfélagi Vestmannaeyja með því að flytja í dag um 500 farþega en það er sama magn og þeir náðu að ferja yfir til eyja í gær frá Bakka.
Veðrið
Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er veður spá dagsins þessi:
Austan 13-20 m/s og rigning með köflum. Dregur mjög úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Norðaustan 5-10 í kvöld og skýjað að mestu en norðlægari á morgun og léttir heldur til. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 03.08.2007 09:52. Gildir til: 04.08.2007 18:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst