Landsmenn eru farnir að streyma á útihátíðir og aðra viðburði sem haldnir verða um verslunarmannahelgina. Mikil ölvun var á bryggjunni í Þorlákshöfn í nótt en þrátt fyrir það gekk allt vel fyrir sig að sögn lögreglu á Selfossi. Herjólfur fór í sína fyrstu ferð klukkan tvö í nótt og var ferjan full af fólki á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt enda gestir farnir að streyma á Þjóðhátíð og var húkkaraballið víðfræga haldið í gær. Ekkert stórvægilegt kom upp á, að sögn lögreglu, en þó eru fangaklefar embættisins allir fullir. Upp úr miðnætti skall á með vonskuveðri í eyjum og var tjaldgestum boðin gisting í íþróttamiðstöðinni. Ekkert fíkniefnamál kom upp í nótt en tveir piltar gista fangageymslur grunaðir um að hafa stolið bíl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst