Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gær. Farþegi með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal. Í dagbók lögreglunnar segir að fangageymslur í Vestmannayjum hafi verið fullar í nótt, þar sem fólk hafi fengið að sofa úr sér ölvunarástand. Tveir 15 ára ölvaðir drengir stálu sendibifreið og lentu utan vegar. Lögreglumenn náðu þeim á hlaupum frá vettvangi. Þeir neituð að hafa ekið bifreiðinni og voru því vistaðir í fangageymslu. Við yfirheyrslu viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið bifreiðinni.
Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um bílveltu á Nýjahraunsvegi en ekki urðu slys á fólki. Þegar lögreglumenn voru að vinna á vettvangi lenti önnur bifreiða í árekstri við kranabifreið sem var að fjarlægja bifreiðina sem hafði oltið utan vegar. Ekki urðu þar heldur slys á fólk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst