Eygló Harðardóttir býður sig fram til formanns LFK

Laugardaginn 18.ágúst verður haldið landsþing Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) og mun núverandi formaður Bryndís Bjarnadóttir ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að sækjast eftir formennsku í LFK í kjölfar ákvörðunar Bryndísar.

Eygló hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins síðustu ár og skipaði Eygló 4.sætið á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi við síðustu alþingiskosningar. Eygló hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum, t.d. verið stjórnarmaður í Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, í stjórn Visku og verið stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.