Framboð til formanns LFK

Næstkomandi laugardag, 18. ágúst verður haldið í Reykjavík landsþing Landssambands Framsóknarkvenna.  Ljóst er að Bryndís Bjarnason, núverandi formaður LFK, hyggst hætta formennsku.

Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í LFK.

Undanfarin ár hef ég tekið mjög virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins. Ég var í 4. sæti á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir síðustu tvennar alþingiskosningar og sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður.  Ég hef verið mjög virk í starfi á vegum flokksins og er m.a. ritari Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins og gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja.  Að auki hef ég gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vegum Vestmannaeyjabæjar, m.a. verið aðalmaður í skólamálaráði, setið í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Visku,- fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og sem stjórnarformaður Náttúrustofu Suðurlands.

Ég hef haft mikla ánægju af störfum mínum fyrir Framsóknarflokkinn og lagt mig fram um að halda málefnum kvenna á lofti.  Innan Framsóknarflokksins  hefur LFK gegnt lykilhlutverki við að tryggja framgang kvenna og málefni er varða konur.  Árangurinn hefur verið ótvíræður.  Hlutfall kynja á listum flokksins og í nefndum á vegum flokksins hefur verið mjög jafnt.  Þannig sátu jafnmargar konur og karlar í fyrstu sætum framboðslista í síðustu tvennum alþingiskosningum og enginn flokkur hefur haft jafnmarga kvenráðherra og Framsóknarflokkurinn. 

Á þessum góða árangri vil ég byggja í samstarfi við stjórn LFK, landsstjórn og Framsóknarkonur um allt land því ég tel að sterk staða kvenna innan Framsóknarflokksins sé lykillinn að framtíð hans.

www.eyglohardar.blog.is

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.